fbpx

Ávinningur hita- og kælimeðferðar fyrir hesta

Hita- og kæli legghlífar

Hita & kælimeðferðir 

Hita- og kælimeðferðir eru áhrifaríkar leiðir til þess að viðhalda og styðja við líkamlega heilsu hestsins þíns.

Hiti eykur flæði blóðs og næringarefna til þess líkamssvæðis sem er meðhöndlað. Hitameðferð virkar því afar vel til þess að hita upp og mýkja vöðva fyrir æfingar eða við stirðleika.

Kæling hægir aftur á móti á blóðflæðinu og dregur því úr bólgum og verkjum. Kælimeðferð hentar því mjög vel við skammtímaverkjum og til að koma í veg fyrir bólgur og þrot eftir æfingar, sérstaklega í fótum.

Hvenær er best að kæla fætur hestsins og hvenær er gott að nota hita? ❄️🔥

 
Þumalputtareglan er að hiti slakar og liðkar stífa vöðva og liðamót á meðan kæling dregur úr bólgum og þroti.
 
Fyrir þjálfun er gott að notast við hitameðferð þar sem það mýkir upp vöðva, liðamót og sinar hestsins sem gerir líkamann betur undirbúinn fyrir þjálfun. Eftir krefjandi þjálfun og æfingar er aftur á móti gott að kæla fæturna til að koma í veg fyrir þrot í fótum.

Hitameðferð til upphitunar

  • Mýkir vöðva
  • Dregur úr stirðleika

Kælimeðferð við endurheimt

  • Dregur úr bólgum og verkjum

Hita & kælimeðferðir

Þessi vefsíða notar fótspor (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.