Horse Anatomy for Performance skoðar öll 11 líkamskerfi hestsins frá öðru sjónarhorni en venja er. Bókin veitir frumlega og áhugaverða nálgun á líffærafræði og sýnir hana málaða að utan til þess að lýsa hvað gerist að innan. Til þess að gera hestinum kleift að ná fullum afköstum og veita honum sem bestu lífsgæðin er mikilvægt að skilja bæði getu hans og takmarkanir í samhengi við líkamlega uppbyggingu hans og virkni. Höfundurinn Gillian Higgins sýnir á mjög skýran hátt hvernig öll líkamskerfin virka og vinna saman með það að markmiði að hjálpa knöpum, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á hestinum að hafa jákvæð áhrif á frammistöðu og draga úr hættu á meiðslum.
Bókinni er skipt í 12 kafla og veitir hagnýta og gagnlega leiðsögn um líffærafræði hrossa. Bókin er sjónræn og auðlesin. Bókin er sjálfstætt framhald af “How Your Horse Moves” eftir sama höfund og saman veita bækurnar yfirgripsmikla leiðsögn um líffærafræði hestsins á hreyfingu.
Áhugaverð bók fyrir alla sem hafa hagsmuni hestsins að leiðarljósi, s.s. knapa, þjálfara, reiðkennara og meðferðaraðila.