Posture and Performance er vel myndskreytt og kemur inn á hvernig á að byggja upp fjölbreytta, skemmtilega og árangursríka þjálfunaráætlun fyrir hestinn. Hún veitir allar nauðsynlegar upplýsingar svo knapi geti tekið upplýstar ákvarðanir við þjálfun hestsins til að hámarka árangur og bæta færni, bæði sinn eigin sem og hestsins.
Bókin byggir á meginatriðum líffærafræði með velferð hestsins að leiðarljósi, t.a.m. þroska beinagrindarinnar, hvernig æskilegt er að ná fram góðri líkamsstöðu, hvernig álag og áreynsla í einum líkamshluta getur haft áhrif á annan, hvers vegna sumir vöðvar verða langir og veikir á meðan aðrir styttri og stífir, hvernig á að draga úr álagi á liðbönd og sinar, hvaða hreyfingar geta styrkt ákveðna vöðva, æfingar til að auka sveigjanleika og styrkja kjarnvöðva og hvernig vinna með brokkspírur og hindranir getur gagnast öllum hestum á öllum þjálfunarstigum.
Tilvalin bók fyrir alla þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu og skilning sinn á líffærafræði hestsins þar sem hún veitir skýra og hagnýtar leiðbeiningar svo hægt sé að hámarka möguleika hestsins, bæta færni, ná markmiðum og njóta hestsins til fulls.