Bókin byrjar á að kynna bandvefskerfi líkamans (e. fascia) en það er flókið lag af vef sem umlykur og aðskilur vöðva og vöðvahópa hjá bæði mönnum og hestum og hefur áhrif á líkamsstöðu, hreyfingu, stöðugleika og hreyfigetu. Bókin veitir lesandanum þannig tækifæri til þess að þróa með sér vitund um hvernig skal ná jafnvægi á baki hestsins og þannig hafa meiri áhrif á líkamsbeitingu hans og hreyfingar. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi bandvefskerfisins á getu líkamans til að starfa eðlilega og óhjákvæmilega magnast vandamálin við að sitja rétt þegar um ójafnvægi er að ræða í bandvefskerfi knapans og/eða hestsins. Með því að ná stjórn á eigin líkama er knapinn mun hæfari til að hjálpa hestinum að ná fram ákjósanlegri líkamsbeitingu.
Bókin hjálpar lesandanum við að komast að og ná fram jafnvægi á sínu eigin bandvefsneti til að bæta stöðugleika, færni og tilfinningu á baki. Hagnýtar æfingar sem eru útskýrðar vel með skýringarmyndum skila lesandanum færni sem um leið hjálpar knapanum að taka á ójafnvægi í hestinum.
Höfundur bókarinnar, Mary Wanless er alþjóðlega þekktur dressage þjálfari sem hefur sérhæft sig í lífaflsfræði knapans. Hún hefur gefið út að margar bækur um rétta líkamsbeitingu knapans á baki hestsins og er Rider Biomechanics yfirgripsmikil bók sem veitir lesandanum skilning á lífaflsfræði knapans í gegnum skýrar leiðbeiningar og myndir.