Stretch and Flex hlífarnar eru hentugar fyrir hesta sem eru með viðkvæma húð og nuddast jafnvel undan hefðbundnum legghlífum. Einnig fyrir þá sem vilja veita létta vernd og stuðning þegar ágripahætta er ekki mikil.
Legghlífarnar eru auðveldar í umhirðu, en þær má þvo í þvottavél við 30 gráður. Mælt er með því að loka frönsku rennilásunum svo að þær festist ekki í vélinni. Einnig mælum við með Hook & Loop burstanum til þess að halda franska rennilásnum í góðu lagi.