Notkunarleiðbeiningar

Almennt

  • Ávallt skal byrja á að kynna hestinn fyrir búnaðinum frá jörðu í öruggum aðstæðum. 
  • Mælt er með Equiband® búnaðinum til reglulegrar og jafnvel daglegrar notkunar en markmið búnaðarins er að draga úr notkun hans eftir ákveðinn tíma. Eftir því sem hesturinn lærir meira að virkja kjarnvöðvana við þjálfun er mælt með að notkun fari niður í 1-2 í viku til að viðhalda virkni hestsins.
  • Equiband® búnaðurinn virkjar marga vöðva sem margir hestar nota ekki endilega mikið sjálfir frá náttúrunnar hendi. Til að koma í veg fyrir þreytu og eymsli í vöðvum verður að nota búnaðinn í stuttan tíma í einu til að byrja með, með reglulegum fetpásum eða hvíld inn á milli í þjálfunarstundinni. Hægt er að auka notkunartímann smám saman eftir því sem kjarnvöðvahóparnir styrkjast.
  • Virkni búnaðarins á taugaboð kjarnvöðvanna næst best í byrjun þjálfunarstundar, sérstaklega við upphitun. Mælt er með því að nota búnaðinn alveg frá upphafi þjálfunarstundar og frekar fjarlægja búnaðinn eftir því sem líður á þjálfunarstundina ef þörf krefur.
  • Mælt er með því að kynna hestinn fyrst fyrir kviðbandinu áður en afturendabandinu er bætt við.
  • Vitað er að það tekur tauga- og vöðvakerfið fjórar til sex vikur að aðlagast nýrri hreyfingu og allt að þrjá mánuði að öðlast fullan styrk í þeim vöðvahópum sem þjálfaðir eru og koma virkninni inn í vöðvaminni hestsins. Að þeim tíma liðnum er hægt að draga úr notkun Equiband® búnaðarins niður í á vikufresti eða tveggja vikna fresti til að viðhalda virkni kjarnvöðvanna.
  • Gera má ráð fyrir einstaklingsbundnum niðurstöðum af notkun búnaðarins. Ef þjálfari verður var við ósamræmi í hreyfingum hestsins eða ójafnvægi á gangtegundum er mælt með að hætta notkun Equiband® búnaðarins samstundis og leita faglegrar aðstoðar hjá dýralækni.
  • Nánari upplýsingar um hvernig skuli stilla búnaðinn fylgja með.
Hvernig á að stilla búnaðinn?

Horfðu á myndband um hvernig á að stilla og nota Equiband® búnaðinn

Umhirða Equiband® búnaðarins

Undirdýnuna má því í þvottavél á prógrammi fyrir viðkvæman þvott í köldu vatni með mildu þvottaefni og á lágri vindu. Mælt er með því að hengja dýnuna til þerris eftir þvott en ekki setja hana í þurrkara. Forðast skal að þvo hana mjög oft til að varðveita líftíma dýnunnar.

Equiband® teygjuböndin má þvo með olíulausri (petroleum-free) sápu, skola og hengja til þerris áður en gengið er frá þeim.
Forðast skal að skilja teygjuböndin eftir í mikilli sól eða miklum kulda. Þau geymast best þegar þeim er rúllað upp en ekki brotin saman.

Varúðarráðstafanir
  • Equiband® búnaðinn ætti aðeins að nota í reið þegar hesturinn er vanur tilfinningunni að bera búnaðinn t.d. í vinnu við hendi eða í hringteymingu
  • Athugið vel spennuna á teygjunum þar sem of mikil eða of lítil spenna stuðlar ekki að þeim kjarnvöðvastyrkjandi áhrifum sem óskað er eftir.
  • Mælt er með því að fylgja öllum umhirðuleiðbeiningum, fyrir sem bestu endingu vörunnar.
  • Fyrir notkun, verða Equiband® teygjurnar að vera tryggilega festar við undirdýnuna með klemmunum til að koma í veg fyrir að hesturinn fælist ef böndin flækjast í löppunum á honum.
  • Ávallt þarf að vera viss um að losa Equiband® teygjurnar frá báðum hliðum undirdýnunnar áður en gjörðin er losuð eftir þjálfun.
  • Gott er að skoða alltaf teygjurnar fyrir notkun og athuga hvort það séu slit eða loftgöt sem geta valdið því að teygjan slitni við þjálfun. Ef teygjan virðist gölluð eða skemmd er mælt með að hætta notkun og farga teygunni.
  • Ef fætur knapans strjúkast mikið við kviðbandið er gott að athuga staðsetningu kviðbandsins eða athuga stöðu fótanna hjá knapa til að tryggja að það sé engin truflun á kviðbandinu.
  • Athugið að skipta þarf reglulega um Equiband® teygjuböndin. Tvö sett of böndum fylgja með búnaðinum en einnig er hægt að panta viðbótar teygjubönd.

Fyrirvarar

Hvorki Equicore Concepts® né viðurkenndir dreifingar- og söluaðilar Equiband® búnaðarins geta talist ábyrgir fyrir hvers konar slysum, meiðslum og skemmdum sem gætu stafað af notkun búnaðarins.
Öll ábyrgð hvílir á þeim einstaklingi sem kýs að nota Equiband® búnaðinn á hest í sinni umsjá.