Equiband® búnaðurinn er tilvalinn fyrir :

Afrekshesta

Fyrir hesta sem verið er að undirbúa fyrir næsta stig, með því að byggja upp kjarnvöðvastyrk til afkasta og aukið jafnvægi

Endurhæfing eða endurþjálfun

Fyrir hesta sem verið er að byggja upp eftir meiðsli eða aðgerðir og jafnvel eftir hvíldartímabil áður en byrjað er að vinna í reið

Hesta á öllum aldri

Fyrir unga hesta sem undirbúningur fyrir vinnu í reið, sem og eldri hesta til að viðhalda kjarnvöðvastyrk og ákjósanlegri líkamsbeitingu 

Equiband® búnaðurinn er tilvalinn fyrir :

Equiband® búnaðurinn getur verið notaður á hesta á öllum aldri og á öllum þjálfunarstigum, að því gefnu að þeir séu lausir við helti eða taugaraskanir. 

 

Equiband® búnaðurinn hefur reynst vel fyrir:

Unga hesta

Tilvalið er að nota Equiband® búnaðinn þegar hesturinn er þjálfaður í hendi eða í hringteymingu, áður en hesturinn er kynntur fyrir vinnu í reið. Markmiðið er að styrkja kjarnvöðvana til þess að undirbúa hestinn fyrir að bera knapann og forðast þar með hugsanleg meiðsl vegna styrkleysis. Búnaðurinn ætti svo að vera notaður áfram þegar hesturinn er kynntur fyrir vinnu í reið en með minnkandi tíðni þegar hesturinn er búinn að byggja upp styrk og þol til að bera sjálfan sig og knapa í ákjósanlegri líkamsbeitingu.


Afrekshesta

Færir knapar hafa hæfileikana til þess að virkja kviðvöðva hestsins sem styður við bakið í reið en ekki eru allir færir um að ná fram slíkri líkamsbeitingu. Equiband® búnaðurinn kennir hestinum að hvelfa sig með því að lengja hryggjarsúluna, sem gerir knapanum kleift að þróa með sér tilfinninguna fyrir því þegar hesturinn gengur í ákjósanlegu formi.

Jafnvel færustu knapar þurfa stundum aðstoð við að ná fram virkni kjarnavöðvanna hjá sumum hestum. Markmiðið er að knapinn nái að virkja kviðvöðvana án búnaðarins og eftir því sem færni knapans eykst og/eða styrkur hestsins eykst, getur búnaðurinn verið notaður sjaldnar.


Eldri hesta

Equiband® hjálpar til við að viðhalda kjarnvöðvastyrk og stöðugleika í hrygg. Mælt er með að nota búnaðinn samhliða viðeigandi þjálfunaráætlun með styrktaræfingum fyrir kviðvöðva.

Endurhæfing og endurþjálfun

Allir hestar sem byrjað er að þjálfa aftur eftir frí munu njóta góðs af 4-6 vikna þjálfun með Equiband® búnaðinum til að styrkja kjarnavöðvana áður en farið er að ríða hestinum. Sérstaklega er búnaðurinn hentugur fyrir hryssur sem hafa verið í folaldseign og fyrir of þunga hesta sem eru með vanvirka kviðvöðva. Búnaðurinn er sérstaklega ætlaður til endurhæfingar fyrir hross sem hafa verið frá vegna meiðsla, hafa verið meðhöndluð vegna magasárs eða þjást af hryggvandamálum, s.s. “kissing spine”.

Mikilvægi kjarnvöðvastyrks

Kjarnvöðvar líkamans eru þeir vöðvar sem eiga stærstan þátt í að mynda stöðugleika þegar hesturinn er á hreyfingu. Kjarnvöðvastyrkur hjálpar til við að koma í veg fyrir bakverki og meiðsli.

Equiband® búnaðurinn er hannaður sérstaklega til þess að örva viðtaka í húð hestsins og hársekkjum. Við örvunina virkjast kvið-, ská-, undir og djúpu háls- og bakvöðvarnir. Þessir vöðvar hjálpa til við stöðugleika í hrygg og virkja afturhluta hestsins á meðan hreyfingu stendur.

Regluleg notkun á Equiband® búnaðinum styrkir þessa kjarnvöðva, sem auðveldar hestinum að vinna í ákjósanlegri líkamsbeitingu og dregur því úr líkum á sársauka og meiðslum sem orsakast af fattri líkamsstöðu eða óstöðugleika í liðum í hálsi og baki.

Equiband® búnaðurinn er einstök hönnun sem stuðlar að stöðugri virkni kjarnvöðvanna á meðan þjálfun stendur, hvort sem það er í reið, hringteymingu eða vinnu við hendi. Mælt er með markvissri notkun sem hluti af þjálfunaráætlun, sem vinnur að því að virkja og styrkja hestinn á margvíslegan hátt, ásamt ráðgjöf dýralæknis eða menntaðs meðferðaraðila ef þörf krefur.

Ítarlegar notkunarleiðbeiningar

Equiband® búnaðurinn er úr einstöku latex-fríu teygjubandi sem er sérstaklega hannað fyrir notkun á hestum. Hægt er að notast við annað hvort eitt eða bæði teygjuböndin á hestinum.

Kviðband (AB)

Styttra bandið festist á fremri festingarnar á undirdýnunni og fer undir kvið hestsins. Teygjan á að sitja vel fyrir aftan fót knapans. Hlutverk kviðbandsins er að virkja kvið- og skávöðva hestsins við hreyfingu, sem styðja við bak hestsins. Staðsetning teygjunnar er sérstaklega hentug fyrir þá hesta sem eru í bata eftir hrossasóttaraðgerðir, eru með sérlega fatta líkamsstöðu og þá hesta sem hafa verið greindir með kvilla í baki.

Undirdýna

Dýnan er sérstaklega hönnuð til að hamla ekki herðasvæði hestsins eða aftari hluta baksins. Festingarnar sem teygjurnar festast við dýnuna með eru hannaðar með endingu og öryggi í huga. Hægt er að nota undirdýnuna jafnt í reið og í hringteymingu, en festa þarf dýnuna á hestinn með gjörð. Óhætt er að þvo undirdýnuna í þvottavél með köldu vatni fyrir viðkvæman þvott.

Afturhlutaband (HQ)

Lengri teygjan festist á aftari festingarnar á undirdýnunni sem liggja á ská. Teygjan á að liggja þétt við afturfætur hestsins og ekki neðar en hækill hans. Hlutverk afturhlutabandsins er að auka meðvitund, ásamt stöðu- og hreyfiskynjun hestsins. Notkun þess er sérstaklega fyrir hesta með ósamhverfar hreyfingar, eiga erfitt með að stíga inn undir sig eða eru með vanþroskaða vöðvahópa í afturhluta, sem og hesta sem eru í bata eftir greinda stoðkerfis- og/eða taugasjúkdóma.

Athugið!

Equiband® búnaðurinn er ekki töfralausn. Hugmyndafræðin á bakvið notkun hans er til styrktar á kjarnvöðvum og til uppbyggingar á hreyfingum hestsins, sem byggð er á vísindalegum rannsóknum og fullgildum aðferðum við þjálfun. Niðurstöður úr ritrýndum rannsóknum á notkun Equiband® búnaðarins benda til ávinnings hans við uppbyggingu á kjarnavöðvum hestsins og endurhæfingu, samhliða einstaklingsmiðuðum þjálfunaráætlunum frá dýralæknum eða fagmeðferðaraðilum.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um þessar rannsóknir.

smelltu hér til að kaupa Equiband®