Equilibrium nudddýnan

Sem hluti af skuldbindingu Equilibrium Products til rannsókna og vöruþróunar, var Equilibrium Nudddýnan prófuð við Myerscough College í Lancashire í Bretlandi. Niðurstöður þeirra prófana sýndu að nudddýnan hefur umtalsverða ávinninga fyrir reiðhesta, t.d. bætir sveigjanleika í baki, stuðlar að slökun og getur haft jákvæð áhrif á skreflengd.

Equilibrium vörurnar eru vandlega hannaðar til þess að bæta vellíðan hestsins. Allar vörurnar frá þeim eru ítarlega rannsakaðar og gæðaprófaðar.

Í prófuninni voru könnuð áhrif nudds á vel tamda hesta. Einkenni streitu og slökunar voru mæld strax á undan, á meðan og eftir nuddmeðferð með Equilibrium nudddýnunni yfir sex vikna tímabil. Það voru tveir hópar af hestum; meðferðarhópur og samanburðarhópur.

Prófanir sýndu fram á:

Aukinn sveigjanleiki

,,Arch Dip Test” var notað til þess að meta sveigjanleika í baki, sem felur í sér þrýstingsörvun til að knýja fram viðbragð í baki hestsins. Þrýstingur sem beitt er á tiltekið svæði meðfram hryggnum leiðir til þess að hesturinn ýtir bakinu niður undan þrýstingnum á meðan þrýstingur á miðlínu á kvið hestsins leiðir til þess að hesturinn kreppir bakið upp á við. Sveigjanlegra bak býður upp á betri getu til þess að hreyfa hrygginn bæði upp og niður, með því að fetta og kreppa bakið við þrýsting. Hestarnir sem notuðu dýnuna sýndu umtalsverðar framfarir þegar kom að sveigjanleika í baki, eða um 46%.

Jákvæð áhrif á skreflengd

Prófanirnar sýndu fram á að skreflengd meðferðarhestanna jókst yfir tímabilið á meðan samanburðarhópurinn sýndi litlar framfarir. Hesteigendur og þjálfarar vita að lítil breyting á skreflengd getur skipt miklu máli fyrir gangtegund hestsins.

Equilibrium Brushing Boots
Equilibrium nudddýna og nuddhanski

Stuðlar að slökun

Hjartsláttarmælar sýndu fram á að hestar með Equilibrium Nudddýnuna voru slakari (með lægri hjartsláttartíðni) samanborið við hrossin í samanburðarhópnum.