Business Management for the Equine Industry er skrifuð af teymi ráðgjafa sem ná að sameina nútíma viðskiptaþekkingu við áratugareynslu af störfum innan hestamennskunnar og brúar þannig bilið á milli nútíma viðskiptakenninga og viðskiptahátta innan greinarinnar.
Bókin gefur greinargóða yfirsýn yfir fjölbreytileika hestaiðnaðarins og er fyrsti hluti bókarinnar tileinkaður því að leggja faglegt mat á viðskiptaumhverfið, bæði ytra umhverfi og samkeppnishæfni með tilliti til innri auðlinda fyrirtækisins. Annar hlutinn kemur inn á stjórnun auðlinda og stefnumótun, ásamt markaðssetningu og mikilvægi viðskiptaáætlana. Þriðji hlutinn er tileinkaður röð dæmisagna sem skýra betur þær meginreglur sem fjallað er um í fyrsta og öðrum hluta.
Engin önnur bók býður upp á sömu nálgun við rekstur fyrirtækis innan hestamennskunnar, með tilliti til nútíma viðskiptakenninga. Bókin er tilvalin fyrir nemendur, núverandi og tilvonandi fyrirtækjaeigendur, ásamt starfandi fólk í greininni.