Coaching Skills for Riding Teachers er skrifuð fyrir reiðkennara sem vilja auka færni sína í kennslu. Höfundurinn, Islay Auty útskýrir hvernig hægt er að þróa kennsluhætti sína með það fyrir augum að ná fram því besta hjá nemendum sínum, hvort sem þeir eru keppnisknapar eða áhugareiðmenn. Bókin kemur inn á hvernig hægt er að beita nútíma kennslutækni í hestaíþróttum og einbeitir sér þar með meira að því hvernig skal þróa kennslu- og þjálfunarhæfni frekar en að kenna raunverulega reiðmennsku.
Viðfangsefni bókarinnar eru til að mynda hvatning, hvernig hægt er að hvetja til sjálfstrausts, persónulegan þroska, samskipti, meðvitund og dómgreind, sálfræði og hvernig fólk lærir. Skoðað er sérstaklega hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að kenna börnum, áhugareiðmönnum og svo keppnisfólki á öllum stigum.