Innfyllingarnar eru vandlega hannaðar og sérsniðnar fyrir hverja og eina undirdýnu sem tryggir að ekki myndist þrýstipunktar við notkun. Upplagt er að nota innfyllingarinnar til þess að láta hnakkinn passa betur hverjum hesti fyrir sig, með tilliti til mismunandi líkamsbyggingar, vöðvamassa og líkamsástands.
Innfyllingarnar geta komið í mismunandi litum, en það kemur ekki að sök þar sem ekki sést í innfyllinguna þar sem henni er stungið undir ThinLine efnið á undirdýnunni þinni.
ThinLine innfyllingarnar gera þér kleift að tryggja að hnakkurinn passi hestinum þínum sem best. Hægt er að klippa innfyllingarnar til. Innfyllingarnar sitja tryggilega og renna ekki í vasanum.
Þrátt fyrir að náttúrulegri líkamsbyggingu hestsins fáist ekki breytt, hefur þjálfun ýmis áhrif á vöðvauppbyggingu og líkamsástand hestsins. Hesturinn getur því breytt um líkamslögun yfir ákveðin tíma og því getur verið hentugt að notfæra sér innfyllingar til þess að hjálpa til við að hnakkurinn passi hestinum sem best hverju sinni. Jafnframt henta innfyllingar vel fyrir þá sem ríða mörgum hestum í sama hnakknum, enda mikilvægt að hnakkurinn sé ekki fyrirstaða fyrir árangri í þjálfun.
Ef innfyllingar eru notaðar til þess að leiðrétta vandamál með hvernig hnakkurinn passar á hestinn, þá er mælt með því að yfirfara reglulega hvernig hnakkurinn og undirdýnan passar hestinum þar sem vöðvabygging hestsins ætti að breytast við uppbyggilega þjálfun og með búnaði sem passar.