Ride Big veitir auðvelda nálgun sem sannað er að efli sjálfstraust knapa, enda prófuð af mörgum af fremstu knöpum heims. John Haime er frægur frammistöðuþjálfari sem gefur knöpum verkfærin til þess að þróa sína eigin andlegu færni og verða betri undir alls konar álagi og streitu og ná stöðugum árangri.
Án sjálfstrausts verður árangri í keppni ekki náð. Þegar sjálfstraust skortir í hvaða íþrótta sem er, þar á meðal í hestamennsku, eru líkurnar á að ná langt afar hæpnar. Hestamennska er samvinna; það er hesturinn og svo knapinn. Haime bendir á að oft sé fjárfest stórum fjárhæðum í þjálfun fyrir annan aðilann í jöfnunni (hestinn) en ekki hinn (knapann). Sú staðreynd skerðir mögulegan árangur parsins og er því skynsamlegt fyrir knapa að þróa sína eigin færni, bæði líkamlega og andlega, til þess að leggja meira til í samstarfinu.
Haime vill meina að að það ríki sjálfstraustskreppa í nútíma hestaíþróttum sem eigi sér margvíslegar orsakir, þar á meðal skortur á undirstöðu andlegrar og tilfinningalegrar uppbyggingar og þroska, tilvist tækninnar í lífi knapa og þeim stöðuga samanburði sem felast í samfélagsmiðlum og “tæknilegu tengdu tilvist nútímans”. Að takast á við þessa kreppu gerir knöpum á öllum aldri og á hvaða hæfileikastigi kleift að:
- Eiga betri samskipti við hestana sína, bæði hversdaglega og í keppni.
- Tileinka sér meira í verðmætum lærdómsaðstæðum, eins og t.d. á námskeiðum og sýnikennslum.
- Standa sig sem best þegar mikið liggur undir, eins og t.d. þegar verið er að keppa.
Sjálfstraustið sem knapi þróar með sér í hestamennsku er hægt að færa yfir á allt annað sem hann gerir; sjálfsöruggur knapi getur verið sjálfsöruggur viðskiptamaður, sjálfsöruggur starfsmaður, sjálfsöruggur maki, sjálfsöruggt foreldri og sjálfsöruggur vinur. Á þennan hátt innleiðir bókin Ride Big kunnáttu sem færir sannarlega virði sem nær langt út fyrir keppnisbrautina.