Algengar spurningar
Beitargríma er notuð til þess að takmarka inntöku grass, en leyfir hestinum engu að síður að njóta góðs af því að vera út á beit. Þannig eru beitargrímur góð aðferð til þyngdartaps eða til þess að viðhalda ákjósanlegri þyngd, til að koma í veg fyrir offituvandamál, hófsperru, efnaskiptasjúkdóma, hrossasótt o.fl.
Að leyfa hestinum að vera á beit yfir daginn spilar lykilhlutverk í heilbrigðri magaflóru þar sem stöðug beit heldur magasýrum hestsins í jafnvægi. Beitargrímur koma ekki í veg fyrir að hesturinn geti étið.
Já, hesturinn getur étið hey með beitargrímu en mun hægar en ella. Ef heyið er mjög gróft gæti það reynst erfiðara fyrir hestinn en ef það er fínna.
Já, hægt er að setja ThinLine beitargrímuna á hvaða stallmúl sem er. Aftur á móti mælum við EKKI með því að setja beitargrímuna á alla stallmúla, heldur eingöngu öryggisstallmúla þar sem hesturinn væri án eftirlits með grímuna. Öryggisstallmúlar eru þannig hannaðir að þeir losna við ákveðið átak, svo ef hesturinn festir sig eða eitthvað kemur upp á, að þá losni múllinn.
Við mælum með því að kaupa ThinLine öryggisstallmúlinn með ThinLine beitargrímunni, en það eru sérstakar festingar á þeim múl sem eru hannaðar til að stilla beitargrímuna á þægilegan hátt.
Já, hesturinn á ekki að eiga í neinum vandræðum með að drekka vatn með beitargrímuna. Hins vegar er gott að kynna hestinn fyrir því að drekka vatn með beitargrímunni og fylgjast vel með til að byrja með hvort hann sé ekki örugglega að drekka.
Á meðan ThinLine beitargríman er fyrst og fremst hönnuð til að takmarka grasinntöku getur gríman hjálpað til við að lágmarka minniháttar rop, þar sem hesturinn nær ekki jafn mikið að bíta í hluti til þess að ropa.