Legghlífar í reið eru helst notaðar til að koma í veg fyrir meiðsli, enda eru skemmdir á sinum talin ein algengustu meiðslin hjá reið- og keppnishestum. Sinaskemmdir krefjast jafnan langrar hvíldar og endurhæfingar, ásamt því að vandamálið verður oft krónískt og erfitt að eiga við. Að nota legghlífar í reið veitir sinunum stuðning og hjálpa þar með við að draga úr þreytu í sinum. Við daglega þjálfun og hreyfingu getur orðið slit á sinum og liðböndum og smám saman getur það leitt til sinaskemmda.
Legghlífar geta einnig hjálpað við að verja hestinn gegn ágripum og öðrum áverkum. Áverki getur komið til vegna umhverfisins (s.s. steina, brokkspíra, hesturinn rennur til o.fl.) eða frá hestinum sjálfum. Hestar geta til að mynda gripið á sig með því að stíga aftan á framfætur með afturfótum og tekið skeifurnar undan sér, marið á sér hófinn eða hófhvarfið, valdið því að þeir hrasi eða detti, skaði beygjusinar eða rifið upp á sér hælinn. Einnig geta fæturnir rekist utan í hvorn annan, t.d. í hliðargangsæfingum en einnig getur líkamsbygging haft áhrif þar um.
Hönnunin á Tri-Zone All Sports legghlífunum er fjögurra laga kerfi þar sem hvert lag er valið fyrir sína einstöku eiginleika. Innsta lagið er fóður sem situr við fót hestsins og er úr götóttu EVA (Ethylene-Vinyl Acetate) efni, sem leyfir hita að komast út og mótast vel að fótlegg hestsins. Annað lagið er sterkt nylon mesh efni sem er verndarlag og kemur í veg fyrir að óhreinindi og aðskotahlutir komist að fótunum.
Þriðja lagið er innri hlífin sem er gerð úr vinyl efni sem er sterkt, endingargott og rakaþolið efni. Þetta lag leggst yfir viðkvæmt sinasvæðið sem lóðréttir renningar sem gerir það að verkum að hlífin mótast enn frekar í kringum fótlegginn – svo hesturinn geti hreyft sig frjálslega án þess að finnast hann vera í spelku. Ysta lagið er úr EVA vöffluefni sem er gjarnan notað í skósóla á skóm hjá fólki og sem bólstrun á íþróttabúnaði. Þetta efni er endingargott, andar vel og hefur verndandi eiginleika. Einnig er auðvelt að þrífa og viðhalda ástandi legghlífanna.
Tri-Zone Tendon legghlífarnar eru auðveldar í umhirðu, en þær má þvo í þvottavél við 30 gráður og þorna þær mjög fljótt. Mælt er með því að loka frönsku rennilásunum svo að þær festist ekki í vélinni. Einnig mælum við með Hook & Loop burstanum til þess að halda franska rennilásnum í góðu lagi.