Kjarnvöðvar líkamans eru þeir vöðvar sem eiga stærstan þátt í að mynda stöðugleika þegar hesturinn er á hreyfingu. Kjarnvöðvastyrkur hjálpar til við að koma í veg fyrir bakverki og meiðsli. Equiband® búnaðurinn er hannaður sérstaklega til þess að örva viðtaka í húð hestsins og hársekkjum. Við örvunina virkjast kvið-, ská-, undir og djúpu háls- og bakvöðvarnir. Þessir vöðvar hjálpa til við stöðugleika í hrygg og virkja afturhluta hestsins á meðan hreyfingu stendur.
Regluleg notkun á Equiband® búnaðinum styrkir þessa kjarnvöðva, sem auðveldar hestinum að vinna í ákjósanlegri líkamsbeitingu og dregur því úr líkum á sársauka og meiðslum sem orsakast af fattri líkamsstöðu eða óstöðugleika í liðum í hálsi og baki.
Equiband® búnaðurinn er einstök hönnun sem stuðlar að stöðugri virkni kjarnvöðvanna á meðan þjálfun stendur, hvort sem það er í reið, hringteymingu eða vinnu við hendi. Mælt er með markvissri notkun sem hluti af þjálfunaráætlun, sem vinnur að því að virkja og styrkja hestinn á margvíslegan hátt, ásamt ráðgjöf dýralæknis eða menntaðs meðferðaraðila ef þörf krefur.
Equiband® búnaðurinn er einstöku latex-fríu teygjubandi sem er sérstaklega hannað fyrir notkun á hestum. Hægt er að notast við annað hvort eitt eða bæði teygjuböndin á hestinum.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Equiband® búnaðinn.