Hestvænt orðið söluaðili PolyJumps á Íslandi

PolyJumps

Þjálfun með brokkspírur og hindranir hefur löngum verið stunduð erlendis en tiltölulega stutt er síðan við Íslendingar fórum að gera okkur grein fyrir ávinningum þess konar þjálfunar. Aukinn áhugi og meðvitund fyrir mikilvægi fjölbreyttrar þjálfunar sem stuðlar að ákjósanlegri líkamsbeitingu meðal hins almenna reiðmanns er það sem ýtti okkur hjá Hestvænt að byrja flytja inn gæðavörur á þessu sviði, sem standast nútíma kröfur og virka vel sem viðbót inn í þjálfunina á íslenskum hestum.

PolyJumps er breskt fyrirtæki sem er leiðandi í framleiðslu á notendavænum búnaði fyrir hindrunarstökk og brokkspíruþjálfun. Allar þeirra vörur eru framleiddar í Bretlandi í samræmi við hæstu kröfur, með öryggi og gæði að leiðarljósi. PolyJumps vörurnar eru úr léttu, harðgeru og endingargóðu plasti sem gerir alla meðhöndlun þægilegri, ásamt því að vörurnar eru viðhaldsfríar. Ólíkt hefðbundnum hindrunum og brokkspírum, þá mun PolyJumps ekki ryðga né rotna þó það sé skilið eftir úti í alls kyns veðrum og vindum. Jafnframt eru engar hvassar brúnir á vörunum og liturinn viðheldur sér einstaklega vel, sem gerir það að verkum að vörurnar eru framtíðareign

Brokkspíru- og hindrunarstökksþjálfun ýtir ekki eingöngu undir fjölbreytni og gleði í þjálfun, heldur eykur það styrk, liðleika, samhæfingu og jafnvægi hestsins. Jafnframt er slík þjálfun verðmæt fyrir knapann til að auka líkamsmeðvitund sína, öryggi og jafnvægi á baki og á jörðu. Það er oft talað um brokkspíru- og hindrunarstökk sem leyndarmálið til þess að styrkja yfirlínuna hjá hestinum, þar sem hesturinn þarf að lækka höfuðið til að einbeita sér að hindrununum sem gerir það að verkum að hann lyftir bakinu, teygir á yfirlínunni, virkjar kvið- og kjarnvöðva og hefur jákvæð áhrif á takt og samhæfingu. Slík þjálfun hefur ekki eingöngu líkamlega ávinninga heldur einnig andlega, þar sem þetta örvar huga hestsins, fær hann til að vera einbeittari, öruggari og jákvæðari.

Við hlökkum til að kynna fyrir ykkur vörurnar sem verða í boði en bækling með tilvonandi vöruúrvali má finna hér.

Boðið er upp á forpöntunarafslátt og fá einnig hestamannafélög og reiðskólar sérstakan afslátt. Í forpöntun er hægt að fá sérvaldar litasamsetningar á meðan allir litir verða ekjki endilega teknir inn á lager. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í forpöntun geta haft samband á hestvaent@hestvaent.is eða í síma 846-8874 fyrir nánari upplýsingar.

Þessi vefsíða notar fótspor (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.