fbpx

Hestvænt orðið söluaðili PolyJumps á Íslandi

Brokkspíru- og hindrunarstökksþjálfun ýtir ekki eingöngu undir fjölbreytni og gleði í þjálfun, heldur eykur það styrk, liðleika, samhæfingu og jafnvægi hestsins. Jafnframt er slík þjálfun verðmæt fyrir knapann til að auka líkamsmeðvitund sína, öryggi og jafnvægi á baki og á jörðu. Það er oft talað um brokkspíru- og hindrunarstökk sem leyndarmálið til þess að styrkja yfirlínuna hjá hestinum, þar sem hesturinn þarf að lækka höfuðið til að einbeita sér að hindrununum sem gerir það að verkum að hann lyftir bakinu, teygir á yfirlínunni, virkjar kvið- og kjarnvöðva og hefur jákvæð áhrif á takt og samhæfingu. Slík þjálfun hefur ekki eingöngu líkamlega ávinninga heldur einnig andlega, þar sem þetta örvar huga hestsins, fær hann til að vera einbeittari, öruggari og jákvæðari.

Við hlökkum til að kynna fyrir ykkur vörurnar sem verða í boði.

Boðið er upp á forpöntunarafslátt og fá einnig hestamannafélög og reiðskólar sérstakan afslátt. Í forpöntun er hægt að fá sérvaldar litasamsetningar á meðan allir litir verða ekki endilega teknir inn á lager. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í forpöntun geta haft samband á hestvaent@hestvaent.is eða í síma 846-8874 fyrir nánari upplýsingar.

Þessi vefsíða notar fótspor (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.