Equilibrium Stellar Öryggisstallmúll
kr.12.990 með vsk.
Stellar Öryggisstallmúllinn frá Equilibrium er hannaður með sérstaka öryggiseiginleika í fyrirrúmi og getur því bjargað hestinum þínum frá alvarlegum meiðslum.
Múlinn býr yfir endurnýtanlegu öryggislosunarkerfi, sem kemur í veg fyrir meiðsli á mjúkvefjum og taugum í andliti, hnakka og hálsi hestsins ef hann togar til baka þegar hann er bundinn eða flækist í stallmúlnum. Equilibrium Stellar Öryggisstallmúllinn hefur verið vísindalega hannaður til þess að höfuðstykkið losnar við stöðugan þrýsting, um það bil 83 kg átak. Rannsóknir og prófanir hafa bent til þess að þessi viðmiðunarmörk eru nógu há fyrir venjulega meðhöndlun hesta enn nógu lág til þess að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli við uppákomur þar sem hesturinn getur fest sig á múlnum.
Undir venjulegum kringumstæðum á ekki að vera neitt mál að teyma hestinn, binda, setja á kerru og setja hestinn út með Stellar Öryggisstallmúlinn, þar sem það þarf talsvert átak til þess að höfuðstykkið losni. Það gætu hins vegar verið einhver tilvik þar sem ekki er viðeigandi að nota Stellar múlinn, s.s. á ungum hrossum þegar verið er að kenna teymingar og í ákveðnum aðstæðum þar sem hesturinn má ekki losna frá umsjónarmanni sínum ef upp koma átök.
Múlinn er gerður úr PVC húðuðu nælonefni með neoprene bólstrun og ryðfríum stálsmellum. Múlinn er því afar veðurþolinn, viðhaldsfrír og endingargóður.
Reynsla erlendis og hérlendis hefur sýnt að mörg alvarleg slys geta hlotist af því að binda hest á stallmúl sem berst um eða flækir sig eða setja hest út í gerði eða á stykki með stallmúl, þar sem möguleiki er að hann gæti flækt múlinn í einhverju utanaðkomandi eða jafnvel í skeifunni við að klóra sér. Þó hesturinn líti oft á tíðum út fyrir að hafa sloppið við alvarleg meiðsli, þá getur slíkt slys haft margvíslegar afleiðingar í för með sér sem margir knapar og þjálfarar gera sér ekki grein fyrir. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að slík tilfelli geta komið upp við margar mismunandi aðstæður, ekki bara við það að hesti er sleppt út í stykki eða gerði með stallmúl heldur raunar í flestum tilfellum þegar hesturinn er bundinn, t.d. þegar lagt er á hann eða á hestakerru.
Stellar Öryggisstallmúllinn er öryggisbúnaður sem ætti að vera til í öllum hesthúsum og margborgar sig þegar kemur að því að koma í veg fyrir slys sem gera ekki boð á undan sér!
Á lager