Nudddýnan frá Equilibrium var þróuð með klínískum rannsóknum við Myerscough College í Bretlandi. Sýnt hefur verið fram á að nudddýnan bætir sveigjanleika í baki hestsins og stuðlar að slökun hjá hrossum. Dýnan var upphaflega hönnuð til þess að hjálpa farsælum fyrrverandi kappreiðahesti í gegnum endurþjálfunarferli, sem átti svo farsælan feril í þolreið í kjölfarið.
- Klínískar rannsóknir sýna fram á að dýnan eykur sveigjanleika í baki og stuðlar að slökun (sjá neðar).
- Hönnuð til þess að fylgja útlínum baksins og ná yfir allt bakið frá herðakambi til lendar.
- Hver lota er 30 mínútur, sem hægt er þó að stöðva handvirkt hvenær sem er.
- Þrjár mismunandi stillingar svo auðvelt er að velja styrkleika nuddsins.
- Tilvalið er að nota Equilibrium nudddýnuna við upphitun og niðurkælingu.
- Auðvelt að stilla að hverjum hesti fyrir sig, þrífa og geyma í hagnýtri burðartösku.
- Afkastamikil rafhlaða og alþjóðlegt hleðslutæki.
- 2 ára vöruábyrgð.
Hvernig virkar nydddýnan?
Equilibrium dýnan er með þrjár mismunandi stillingar, sem auðveldlega er hægt að velja á fjarstýringu sem tengd er við dýnuna. Hægt er að velja þann styrkleika sem hentar hverju hrossi fyrir sig, en loturnar eru 30 mínútna langar. Hvert prógram er með þrjár gerðir af nuddi; púls, titringi og strokum, sem tryggir að vöðvarnir eru örvaðir á mismunandi hátt. Dýnan kemur í handhægri burðartösku, sem gerir dýnuna þægilega að nota heima og að heiman. Þægilegt er að geyma hana í hnakkageymslunni og strjúka af henni.
Margir Ólympíufarar, heimsmeistarar og aðrir alþjóðlegir topp knapar nota Equilibrium nudddýnuna að staðaldri.
Hægt er að nota dýnuna sér eða með Equilibrium Nuddhanskanum sem gerir þjálfaranum kleift að ná til allra líkamshluta hestsins.
Hvenær á að nota nudd?
Equilibrium nudddýnuna er hægt að nota fyrir:
- Hesta sem eru stíubundnir, t.d. vegna meiðsla, til þess að viðhalda góðu blóðflæði.
- Eftir þjálfunarstund til þess að styðja við endurheimt.
- Fyrir þjálfunarstund til þess að hita upp vöðvana.
- Fyrir keppni eða sýningu til að slaka á eftir ferðalag.
- Á frídögum hestsins, til þess að viðhalda vöðvavirkni.
- Hvenær sem er, einfaldlega til þess að dekra hestinn þinn.
Ávinningar nudds
Nudd hefur löngum verið þekkt fyrir hversu vel manni líður bæði við nuddið og eftir það. Sýnt hefur verið fram á að nudd hjálpar til við slökun og við að viðhalda heilbrigðri vöðvavirkni. Líkamleg spenna er oft ein algengasta ástæða ófullnægjandi frammistöðu. Með því að auka slökun og bæta liðleika í baki er hægt að draga úr neikvæðum áhrifum líkamlegrar spennu. Afslappaður hestur, með slaka vöðva, hreyfir sig með meira flæði og mýkt sem er sérstaklega mikilvægt fyrir afkastahross.
Klínískar tilraunir
Sem hluti af skuldbindingu Equilibrium Products til rannsókna og vöruþróunar, var Equilibrium nudddýnan prófuð við Myerscough College í Lancashire í Bretlandi. Niðurstöður þeirra prófana sýndu að nudddýnan hefur umtalsverða ávinninga fyrir reiðhesta, til að mynda að bæta sveigjanleika í baki, stuðlar að slökun og getur haft jákvæð áhrif á skreflengd. Lestu nánar um prófanirnar hérna.
Equilibrium vörurnar eru vandlega hannaðar til þess að bæta vellíðan hestsins. Allar vörurnar frá þeim eru ítarlega rannsakaðar og gæðaprófaðar.